"Under the spreading chestnut tree, I sold you and you sold me"-1984/Orwell, George
föstudagur, nóvember 25, 2005

til hamingju með daginn,

bandaríkjamenn, fólkið sem frelsar
fólkið sem frelsar,
einnig eina fólkið
sem heldur upp á daginn,
þjóðernismorðsdaginngóðafína
höldum upp á daginn kæru félagar,
þar sem fólki var löglega útrýmt

fólk er fífl, ója og hvernig getum við fordæmt,
hvernig getum við fordæmt.
fólkið sem elskar það illa

by
posted at 1:22:00 f.h. by Rutur

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

I had my foot on the gas as I left the road and flew out of my mind

bloggedí blogg,

mig langar til þess að sky-dive'a. Nokkrir félagar mínir hérna hafa nú þegar gert það og mæla stranglega með því. Kostar uþb 20000 kr, maður þarf að æfa sig með hópi í heilan dag og svo fram að hádeigi næsta morgunn, eftir það er bara stigið í vélina!
Ef að ég færi myndi ég fá að stökkva 10 sinnum það sem eftir væri af degi númer tvö og í hvert skipti er flogið hærra og hærra þangað til að maður stekkur og dettur 4000 fet út úr flugvélinni. Síðasta fallið er svona rúmlega 90 sek, sem mér er sagt að sé einsog halftími í frjálsu falli.

Mig langar, Góð músík, sætar stelpur með, rokk og ról sky high!

by
posted at 6:47:00 e.h. by Rutur

sunnudagur, september 04, 2005

Ive come to discover

Ég var í púnkulitlu teiti í gær, stelpan sem hélt teitið er frá Louisiana, New Orleans. Skiljanlega var hún frekar leið, frekar súr. Ég hefði náttúrulega átt að segja eitthvað vingjarnlegt, en í staðinn kreisti ég úr mér 'Uhhh, ég vona að New Orleans taki þátt í Ólimpíuleikunum 2008, þeir vinna örugglega í sundi...og.. uh...'
Henni fannst þetta ekkert sérlega fyndið, og þegar ég reyndi að bæta þetta allt upp hreyttist úr mér, 'uhh, haha, uh, átti húsið þitt sundlaug, þarft ekki að hafa áhyggjir af því núna ha...huh.hahah.uhh...'
Ég er svo mikill skúrkur stundum, geri þetta ekki einu sinni viljandi.

Ég gæti ekki verið sálfræðingur eða almennt unnið við starf þar sem krefst mikil samskipti við aðra.

by
posted at 4:28:00 e.h. by Rutur

sunnudagur, ágúst 28, 2005

All the truths in the world add up to one big lie

Einn daginn, þegar ég bý í neðansjávaríbúð í Indlandshafi vil ég eiga heima í svona íbuð. Þetta er planið.
Annars er vika í skólann, fólkið eiginlega allt komið til baka, bara hafa það gott og rólegt þangað til að vinnan byrjar aftur. Ég er samt farinn að hlakka pinu til, sætar stelpur, kaffihús 5-6 sinnum yfir daginn, sögur og sól.
Jeremy vinur minn kom um daginn heim frá Indlandi. Var að vinna sjálfboðavinnu þarna og sá dauð börn, en uppáhaldið hans eru sígaretturnar sem hann kom með heim. Þetta er tóbak vafið í tóbakslauf með rauðum spotta a endanum þar sem filterið byrjar oftast. Enginn pappir, bara tobak vafið í tóbaki, pakkarnir eru búnnir til úr gömlum dagblaðasnifsum. 20 pakkar fyrir 45 kr. Svona er Indlandið!

by
posted at 5:52:00 e.h. by Rutur

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

I feel like falling in love with the first woman i meet, putting her in a wheelbarrow and wheeling her down the street

Kominn til parísar, á pening, var í asíu, nýbúinn að kaupa miða á Bob Dylan tónleika, mmmgood!

by
posted at 2:03:00 e.h. by Rutur

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Any minute now I'm expecting all hell to break loose!

Ég mæli eindregið með Allen Ginsberg, hann er brilli. Sérstaklega mæli ég með ljóðinu Howl, ég legg til að þeir sem hafa einhvern áhuga á beat- rithöfundum einsog Kerouac eða Burroughs, eða ljóðum almennt, tjékki á þessu.

Svo, næst á dagskrá, Steini, feita fiflið þitt, hingað til parísar fékk ég innheimtun!... ég leigði myndir í James Bönd og fer með til Steina til að horfa á einn góðan blautan sunnudagsmorgunn eftir fyllerí, segi svo við hálfheiladauða dýrið að hann þurfi að skila spólunum, hann býr nú þarna í götunni!... núna fæ ég sekt sem mun tvöfaldast á hverjum degi... Steini, vaknavakna og borga, ég skal kaupa handa þér stóra Jack Daniels ef þú getur gert þetta í DAG!

ég elska þig samt, þótt að þú hafir farið í FB eða FG eða FC eða eitthvað dreifbýlis bæli.

by
posted at 1:20:00 e.h. by Rutur

mánudagur, ágúst 22, 2005

Who would want to be such a control freak

Ég elska París, öll mín ást er Parísar ást. Þetta er fallegasta borg sem ég hef séð, og ég hef séð margar. Fólkið, lífið, allt. Nema feita fólkið. Það er flest allt fifl. Ég tek mikið eftir feitu fólki hérna eftir að hafa verið í Asíu. Við erum öll spikfeit, örugglega ég líka. Og þú.
En já, hingað er ég kominn aftur, farinn út um hádeigi, kaupi mér flösku af víni á 90 kr, sest í Tuileries í sólinni, horfi á sætar stelpur í pilsum. Ég vil helst ekki fara héðan, það eru bara vitleysingar sem fá leið á þessari borg. Svo eru ég og nokkrir félagar mínir búnnir að ákveða nokkrar ferðir í ár, þar sem núna eigum við smá pening. Amsterdam, London og svo á vinur minn bústað í Prague. Gras, fótboltabullur og Absynthe. Þetta verður gott ár.

Svo er svo gott að geta farið að sofa í myrkri, engin helvítis birta alltaf.

by
posted at 12:26:00 e.h. by Rutur

| maystar designs |